4-7
8+
10 mín
Spilagjöf
Allir spilarar fá sjö spil og er eitt gefið í einu.
Framgangur spilsins
Sá sem er í forhönd byrjar og lætur þann sem er honum á vinstri hönd hafa eitt spil á hvolfi. Leikmaðurinn sem tekur við spilinu má ekki skoða það fyrr en hann hefur rétt þeim sem situr vinstra megin við hann fá eitt spil líka.
Þannig er haldið áfram að rétta hverjum öðrum spil þar til einn leikmanna hefur fengið sjö spil í sama lit á hendi. Verður hann þá að vera snöggur að segja: Álfarnir sjö í slitnum skóm, og sýna um leið spilin sem hann hefur á hendi. Hefur hann þar með sigrað spilið.