Í félagsvist er spilað á mörgum borðum og sitja fjórir við hvert borð. Sigurvegarar á hverju borði færa sig svo á milli borða að á milli leikja, eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Sömuleiðis er ákveðið fyrirfram hvernig haga skuli ákvörðun um gjafara og forhönd. Að öðru leyti er sömu reglur að ræða og í vist. Spilapör sitja andspænis hvort öðru við borðið.
Framgangur spilsins
Í félagsvist er fyrirfram ákveðið hvað sé tromp í hvaða leik. Í fyrsta leik er hjarta tromp, í öðru spaði, þriðja grand, tígull í fjórða og lauf í fimmta. Í sjötta spilinu er spiluð nóló. Þegar búið er að spila alla röðina er hún endurtekin, koll af kolli.
Sömu reglur gilda um tromp og í venjulegri vist: Hæsta spil í sortinni sem er í borði vinnur nema ef einn eða fleiri trompa, þá vinnur hæsta trompið.
Í grand og nóló er ekkert tromp. Í grand reynir fólk að taka sem flesta slagi en í nóló sem fæsta.
Eins og í flestum spilum á maður að fylgja lit en eigi spilari ekkert spil í litnum sem er í borði setur hann út eitthvað spil að eigin vali.
Sá sem vinnur slaginn lætur alltaf út.
Yfirleitt er venjan að spila 24 leiki, þannig að hver sögn er spiluð fjórum sinnum en stundum eru þó spilaðir færri, t.d 18 eða jafnvel 12.
Útreikningar
Þegar leik er lokið eru reiknuð út stig hvers og eins og fær spilari stig fyrir hvern slag sem hann og samspilari hans vann. Þetta á við um allar sagnirnar nema nóló, þá þá fær maður stig fyrir hvern slag sem mótherjar manns unnu.
Sá sem stendur uppi með flest stig eftir að öllum leikjum er lokið er sigurvegari.