Forseti

Spilari í forhönd byrjar á því að leggja út spil í kastbunkann og má setja út eins mörg spil og hann vill. Spilin verða þó að vera með sama talnagildi. Spilarar leggja síðan út spil í kastbunkann, hver á fætur öðrum, og eiga þeir að leggja út eins mörg spil og spilarinn á undan gerði. Spilin þurfa að auki að vera annað hvort jafnhá eða hærri en efsta spilið í kastbunkanum. Sá spilari sem er fyrstur að klára spilin sín fær nafnbótina „forseti,” sá sem lendir í öðru sæti fær nafnbótina „vara-forseti,” sá sem er síðastur fær nafnbótina „skítur” og sá sem er næstsíðustur fær nafnbótina „vara-skítur.


3-6
8+
15 mín

Spilagjöf

Spilunum er skipt jafnt á milli spilaranna. Ef einhver spil eru afgangs eru þau lögð til hliðar án þess að kíkt sé á þau.

Framgangur spilsins

Í spilinu er tvisturinn hæsta spilið, á eftir honum er ásinn, svo kóngurinn o.s.frv.

Spilari í forhönd byrjar á því að leggja út spil í kastbunkann og má setja út eins mörg spil og hann vill. Spilin verða þó að vera með sama talnagildi. Spilarar leggja síðan út spil í kastbunkann, hver á fætur öðrum, og eiga þeir að leggja út eins mörg spil og spilarinn á undan gerði. Spilin þurfa að auki að vera annað hvort jafnhá eða hærri en efsta spilið í kastbunkanum.

Ef spilari getur ekki sett jafnhá eða hærri spil út verður hann að segja pass og má ekki setja út fleiri spil í þessari umferð. Þegar allir spilarar hafa sagt pass eða sá leikmaður sem síðast setti út er sá eini sem getur gert er kastbunkinn tekinn til hliðar. Sá sem síðast lagði út býr nú til nýjan kastbunka og ræður hvaða spil hann leggur út.Sá spilari sem er fyrstur að klára spilin sín fær nafnbótina „forseti,” sá sem lendir í öðru sæti fær nafnbótina „vara-forseti,” sá sem er síðastur fær nafnbótina „skítur” og sá sem er næstsíðustur fær nafnbótina „vara-skítur.” Ef það eru leikmenn þarna á milli þá fá þeir titlana „hlutlausir.” Nafnbæturnar fela í sér bæði kosti og galla.Sá sem hlýtur nafnbótina „skítur” á að gefa „forsetanum” sín tvö bestu spil í næsta leik og fær í staðinn tvö lélegustu spil „forsetans.” Sá sem er „vara-skítur” á að gefa „vara-forsetanum” sitt besta spil og fær á móti lélegasta spil ,,varaforsetans." Leikmenn sem eru hlutlausir halda öllum sínum spilum óbreyttum. „Skíturinn” þarf sömuleiðis að gefa í næstu umferð. Ef leikmenn eru færri en fjórir er hægt að sleppa „vara-forseta” og „vara-skít” og í stað þess gefur „skíturinn” „forsetanum” bara hæsta spilið sitt.