Spilagjöf
Eitt spil er dregið úr stokknum og er það tromp. Því er stungið aftur í bunkann og honum síðan skipt jafnt milli spilaranna, í tvo bunka.
Framgangur spilsins
Tilgangur spilsins er að enda með öll spilin. Spilarar hafa sinn hvorn bunkann fyrir framan sig, á hvolfi, og passa sig á að sjá ekki spilin. Ekki má heldur stokka bunkann.
Sá sem ekki gaf byrjar og leggur efsta spilið úr bunkanum sínum á borðið milli spilaranna, upp í loft. Leggur hinn spilarinn nú sitt efsta spil ofan á hitt, líka upp í loft. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til tromp kemur upp. Sá sem ekki átti trompið setur þá út fimm spil ef trompið var ás, fjórum ef það var kóngur, þremur ef það var drottning, tveimur ef það var gosi og einu ef það var lægra spil. Sá sem lagði út trompið í upphafi tekur nú öll spilin í kastbunkanum og stingur þeim á grúfu undir sinn eigin bunka. Svona gengur spilið þar til annar spilarinn er búinn með öll spilin sín og hefur hann þá tapað spilinu.