Lygari

Spilarar reyna að losa sig við öll sín spil með því að rekja þau upp og niður á borðið. Þeir mega svindla og ljúga því að öðrum leikmönnum að þetta sé rétta spilið.


2-8
8+
15 mín

Spilagjöf

Spilum er skipt jafnt á milli leikmanna.

Framgangur spilsins

Markmið spilsins er að vera fyrstur að klára spilin sín. Sá byrjar sem er í forhönd og setur hann út spil á hvolfi og segir hvað það er. Næsti spilari á svo að setja út spil sem er annað hvort einu lægra eða einu hærra en spilið í borðinu. Öll spilin eiga að vera lögð út á hvolfi. Þannig má setja út bæði sexu og áttu ofan á sjöu. Sömuleiðis má láta út fleiri en eitt eins spil, t.d tvær sexur eða þrjár níur. Ef leikmaður getur ekkert gert þá má hann reyna að svindla inn spili. Ef í borðinu er t.d drottning (að sögn leikmannsins!) og næsti leikmaður á hvorki kóng né gosa þá má sá leikmaður setja t.d þrist og segja að þetta sé kóngur eða gosi. Ef aðrir leikmenn halda að þetta sé ósatt þá má slá á bunkann og kalla: Lygari! Spilinu er nú velt við svo sannleikurinn komi í ljós. Ef þetta var í raun gosi eða kóngur þá verður sá sem kallaði lygari að taka bunkann. Ef þetta var hins vegar svindspil þá verður sá sem ætlaði að svindla að taka bunkann.

Sumir kalla þetta spil Bullsjitt.