Margar útgáfur eru til af þessu vinsæla fjárhættuspili en hér skal bara fjallað um eina þeirra, Texas Hold'em sem er ein vinsælasta tegund pókers.
Spilagjöf
Hver spilari fær tvö spil á hendi, svokölluð holuspil (the hole). Gjöfin fer þannig fram að gjafari gefur eitt spil til þess sem situr honum á vinstri hönd og svo koll af kolli þangað til allir eru komnir með sín tvö spil. Sá sem er vinstra megin við gjafara kallast Litli blindur, sá sem er svo vinstra megin við hann kallast Stóri blindur.
Framgangur spilsins
Spilið byrjar á því að Litli blindur borgar ákveðna peningaupphæð í byrjun leiks og Stóri blindur borgar tvöfalt hærri upphæð ef hann vill vera með. Þessir peningar mynda byrjunarpottinn.
Eftir þetta kemur svokallað flopp (The Flop), en þá leggur gjafari þrjú spil á mitt borðið. Spilarar mega nú nota þessi 3 spil sem eru í borði með sínum tveim og reyna að mynda eins góða 5 spila hendi (eða samsetningu) og mögulegt er, t.d röð eða fullt hús (sjá mögulegar hendur hér fyrir neðan). Nú kemur röðin að Litli blind aftur og má hann tékka, veðja eða hækkað á móti þeim sem mögulega var búinn að veðja á undan. Gjafari leggur nú niður fjórða spilið og er það kallað Fléttan(The Turn). Mega þá spilarar veðja aftur og gengur það sama hring og áður. Gjafari leggur að lokum niður fimmta og seinasta spilið við hlið hinna fjögurra og er það kallað Fljótið (The River). Er þá komið að því að veðja í síðasta skipti.
Nú er komið að spilurum að sýna spil sín og tekur sá sem er með sterkustu höndina allan pottinn.
Maður á móti manni: Er það kallað þegar aðeins tveir spilarar eru í pottinum og þá breytast reglur dálítið. Í stað þess að sá sem er vinstra megin við gjafarann sé litli blindur þá er gjafarinn sjálfur litli blindur, og hinn er þá stóri blindur.