Spilagjöf
Öll spilin í stokknum eru notuð nema laufagosinn sem er tekinn úr spilunum. Spaðagosinn
er nefndur Svarti Pétur. Öll spilin í bunkanum eru gefin, eitt í einu. Ekki skiptir neinu máli þótt fólk fái mismörg spil á hendi.
Spilararnir raða svo spilunum í tveggja spila samstæður, tveimur drottningum, tveimur tíum o.s.frv. Ekki má mynda samstæðu með spaðagosanum til þess að henda honum í burtu. Samstæðurnar eru síðan lagður á grúfu í hrúgu á borðinu en stöku spilunum haldið eftir.
Framgangur spilsins
Markmið spilsins er að enda ekki með spaðagosinn , Svarta Pétur. Í þessu spili er nefnilega enginn einn sigurvegari heldur sigra allir nema sá sem endar með spaðagosann, hann verður Svarti Pétur.
Spilarinn á vinstri hönd við þann sem gaf, sá sem er í forhönd, byrjar. Hann dregur eitt spil af gjafaranum sem passar að sá sem dregur sjái ekki spilin sín. Ef spilið sem dregið er myndar samstæðu við spil sem sá sem dregur hefur nú þegar á hendi má hann kasta samstæðunni í hrúguna. Nú er komið næsta manni til vinstri og svona gengur spilið, koll af kolli. Þegar spilari hefur losað sig við öll spilin sín hefur hann lokið sinni þáttöku en hinir halda áfram þar til einn spilari er eftir og hefur hann Svarta Pétur á hendinni. Fær sá hinn sami heitið Svarti Pétur og tapar spilinu.