Spilarar geta verið frá tveimur upp í átta og þótt þetta sé flokkað sem barnaspil geta fullorðnir sko alveg haft gaman að því líka!
Öll spilin í stokknum eru notuð. Ef leikmenn eru þrír þá er ein tía tekin úr spilunum, ef spilarar eru fimm eru teknar tvær tíur, ef sjö spila eru teknar þrjár og ef sex eða átta spila eru allar fjórar tíurnar teknar út. Ef þetta er gert fá allir spilarar jafn mörg spil. Markmið spilsins er að safna sem flestum slögum.
Spilagjöf
Gefið er eitt spil í einu sólarsinnis uns spilin eru búin. Leikmenn skiptast svo á að spila sólarsinnis.
Gildi spilanna
Öll spilin hafa ákveðið talnagildi. Ásar og mannspil hafa tölugildið 1, tvisvar hafa tölugildið tveir, þristar þrír o.s.frv.
Framgangur spilsins
Sá sem situr vinstra megin við gjafarann byrjar og leggur niður spil á mitt borðið þannig að það snúi upp. Spilarinn segir um leið hvert talnagildi spilsins er. Leikmaðurinn sem situr til vinstri við hann leggur svo spil upp í loft ofan á þetta spil og segir um leið hver summa tölugildanna sé. Dæmi: Fyrsti leikmaðurinn leggur niður þrist, annar leggur niður fimmu þannig að summan er átta. Þannig heldur spilið áfram þar til að summan fer að nálgast 29 því summan fá ekki fara yfir þá tölu (hún á að vera akkúrat 29). Ef spilari getur ekki lagt niður spil án þess að fara yfir 29 segir sá spilari pass og sleppir því að gera. Svo kemur að næsta spilara. Þegar spilari getur lagt niður spil og náð summunni 29 tekur hann slaginn (bunkann sem er kominn) og leggur til hliðar. Hann leggur svo niður spil í nýjan slag.
Þegar enginn getur lagt niður spil lýkur spilinu og sá spilari sigurvegari sem hefur fengið flesta slagi.
Ef það verða eftir spil á borðinu sem náðu því ekki að verða að slagi eru ekki tekin með.