Veiðimaður

Spilarar safna slögum með því spyrja hvern annan um spil eða draga spil úr hrúgunni sem er á miðju borðsins. Sá sem hefur flestu slagina eftir að öll spilin hafa verið ,,veidd" er sigurvegari.


2-5
6+
10 mín

Spilagjöf

Byrjað er á því að allir draga eitt spil úr stokknum til þess að ákvarða hver sé í forgjöf og byrji því spilið. Að því loknu er spilunum dreift á grúfu á borðið og hver spilari dregur síðan fimm spil.

Framgangur spilsins

Tilgangur leiksins er að safna samstæðum fjögurra spila, t.d fjórum tvistum eða fjórum drottningum. Sá sem er í forhönd byrjar. Hann spyr einhvern hinna hvort hann eigi eitthvað tiltekið spil, t.d drottningu. Ef svo er skal það látið af hendi og eins ef spilarinn á fleiri en eitt spil af þessari gerð. Ef spilarinn sem er að gera fékk spilið sem hann bað um má hann nú spyrja einhvern annan um eitthvað tiltekið spil. Þannig gengur þetta þar til sá sem er spurður á ekki spilið sem beðið er um. Þegar það gerist svarar sá sem var spurður: Veiddu. Sá sem spurði dregur þá eitt spil úr hrúgunni. Ef svo vill til að hann dragi spilið sem hann bað um má hann halda áfram að spyrja. Þegar spilari er kominn með fjögur eins spil, eina samstæðu, leggur hann þau á borðið sem slag.

Ef dregið var úr hrúgunni án þess að spilið sem beðið var um kæmi upp er röðin komin að næsta manni að spyrja og er röðin alltaf réttsælis, eins og klukkan.

Þegar spilari er búinn með öll spilin sem hann hafði á hendinni dregur hann eitt spil úr hrúgunni (sumir hafa þau reyndar þrjú).

Þegar öll spilin hafa verið tekin úr hrúgunni er haldið áfram uns allir eru búnir með þau spil sem þeir hafa á hendi. Sá er sigurvegari sem hefur fengið flesta slagina.

Afbrigði:

Sumir spila Veiðimann þannig að einungis má spyrja einn um spil,einu sinini, í hvert skipti sem spilari er að gera.