Spilagjöf
Fyrst er dregið um það hverjir spila saman og hver eigi að gefa. Síðan eru öll spilin gefin réttsælis, eitt spil í einu. Síðasta spilið, það sem gjafarinn fær sjálfur, er lagt upp í loft og er litur þess tromp, ef þetta er t.d hjartatía þá er hjartað tromp.
Framgangur spilsins
Tveir og tveir spila saman og sitja á móti hvorum öðrum. Markmiði spilsins er náð þegar samspilarar ná sjö slögum. Tvistur er lægstur og ásinn hæstur.
Eftir að komið hefur í ljós hvað trompið er tekur sá næsti við og er það sá sem situr gjafara á vinstri hönd. Síðan fylgja hinir spilararnir í kjölfarið og setja í slaginn í réttri röð, réttsælis. Það er skylda að fylgja lit (setja út spil í sömu sort og er í borðinu) en eigi spilarinn ekkert spil í réttri sort má hann setja út spil að eigin vild. Hæsta spilið í litnum sem lagt var út í upphafi vinnur slaginn nema að lagt sé út spil í þeim lit sem er tromp. Hæsta trompið vinnur þá slaginn. Spilarinn sem á slaginn leggur þá út fyrsta spilið í næsta slag o.s.frv.
Uppgjör spilsins
Fyrstu sex slagirnir sem samspilarar fá kallast bók. Eftir að bók hefur verið náð fá samspilararnir eitt stig fyrir hvern umframslag. Vinni samspilararnir t.d níu slagi samtals fá þeir þrjú stig. Spilið heldur áfram þar til annar aðili samspilarara nær einhverjum ákveðnum fjölda stiga. Venjulega er miðað við sjö stig. Þegar þessu takmarki hefur verið er sagt að samspilararnir hafi unnið leik. Gerist það áður en spili gjafarinnar lýkur er gjöfin kláruð þannig að spilaraparið geti fengið meira en sjö stig í leiknum. Sigurvegaraparið fær þá stigafjölda sem samsvarar mismuninum á stigafjölda þeirra annars vegar og stigafjölda mótherjanna hins vegar. Að þessu loknu á að skipta um spilafélaga.
Afbrigði
Sumir spila þetta tveir saman og er þá tilgangurinn yfirleitt að ná sem flestum slögum en því sleppt að hafa sjö á lágmarki.